Skýrsla stjórnar
Ég vil þakka öllum félögum í Golfklúbbnum Oddi fyrir samstarfið á nýliðnu starfsári sem var hið viðburðarríkasta á vetvangi stjórnar frá því að ég settist þar 2016. Málefnin voru mörg, ráðinn var nýr framkvæmdastjóri, samningur við GOF var endurnýjaður, hönnun á stækkun golfvallarins er langt á veg komin og Urriðavöllur þurfti á mikilli umhyggja að halda í sumar eftir kal og vetrardauða á flötum.

Félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi

Íþróttastarf og mótaþátttaka
Starfið í ár var með svipuðum toga og fyrri ár. Við áttum fulltrúa á GSÍ mótum golfklúbba í öllum eldri flokkum. Tveir kylfingar GO tóku þátt í LEK landsliðsverkefnum og við eignuðumst Íslandsmeistara í flokki stúlkna 12 ára og yngri.

Félagsstarf 2025
Það var ýmislegt gert á árinu en almennt eru innanfélagsmót stærsti vettvangur félagsstarfs hjá okkur. Kvennanefndin hefur verið virk og staðið sig gífurlega vel. Frábær golfferð í haust lokaði góðu sumri

Ársreikningur GO 2025
Rekstur Golfklúbbsins Odds gekk vel á árinu 2025. Ljúflingur og æfingasvæði GO skiluðu flottri afkomu og félagafjöldi í GO er í hámarki og í dag eru um 1500 manns á biðlista. Hægt er að skoða ársreikning og áætlun næsta árs með því að smella á hnappinn hérna fyrir neðan.
